Alþjóðavinnumálastofnunin spáir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast á næstu fjórum árum. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að búist sé við því að á þessu ári muni 202 milljónir manna vera án atvinnu um heim allan. Það jafngildir því að um ein milljón manna hafi bæst við á atvinnuleysisskrá að meðaltali á hverju ári síðan árið 2009.

Atvinnuleysið hefur fram til þessa verið að mestu bundið við þróuðustu ríkin. Á síðasta ári jókst atvinnuleysi hins vegar verulega í SA-Asíu, S-Asíu og löndunum í suðurhluta Afríku.

Ekkehard Ernst, yfirmaður þeirrar deildar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem hefur með þróun atvinnumála að gera, segir í sambali við bandarísku fréttastofuna CNBC aukið atvinnuleysi í Asíu og Afríku neikvæð áhrif af þróun mála í þróaðri ríkju, ekki síst vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu.