Í næstu viku mun starfshópur skila tilögum að skuldaniðurfellingum eins og búist var við í nóvembermánuði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti þetta á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Selfossi í dag. Frá þessu er greint á vef Vísis.

Sigmundur sagði að útfærslan yrði blanda af skuldaniðurfellingu, líkt og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til, og aðgerðir í gegnum skattkerfið, samkvæmt tillögum Sjálfstæðisflokksins.