Um næstu áramót renna út bráðabirgðalög sem auka svigrúm sem ógilda undanskot á eignum. Samkvæmt því getur orðið of seint að reyna að endurheimta eignir hjá þeim sem hafa nýtt sér greiðsluskjól til að koma eignum undan við gjaldþrot.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, að þegar bráðabirgðalögin renna úr gildi getur sú staða komið upp að þegar loks er óskað eftir gjaldþroti einstaklings sem ekki nær að semja við lánardrottna verð of langt um liðið frá eignatilfærslum til að við þeim verði nokkuð hægt að gera.

Þórir Skarphéðinsson héraðsdómslögmaður staðfestir aðspurður að þetta geti orðið vandasamt þar sem úrvinnsla mála hjá Umboðsmanni skuldara geti verið tímafrek og því liðið töluverður tími áður en óskar sé eftir gjaldþrotaskiptum.

Hafi skuldari orðið uppvís að því að reyna að koma eignum undan heimila lög að slíku sé hægt að riftasex mánuði aftur í tímann frá því óskað var eftir gjaldþroti. Ef um er að ræða aðila sem nákomnir eru skuldaranum lengist svigrúmið í tvö ár. Sá frestur er liðinn.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.