Fjárhagur heimila landsmanna hefur batnað lítillega á milli ára. Munurinn er þó ekki mikill. Fleiri konur en karlar segjast þó með naumindum ná endum saman. Karlar segjast ná því með sparifé sínu, samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent um fjárhagsstöðu heimilanna. Þetta er örlítið betri staða en fyrir rúmu ári. Capacent gerði sambærilega könnun í lok árs 2010.

Fram kemur í könnuninni að 9% þátttakenda í könnuninni safni skuldum til að ná endum saman samanborið við 11% í lok árs 2010. Þá ná 39% þátttakenda ekki endum saman. Í síðustu könnun í lok árs 2010 var hlutfallið 37%.

Fram kemur í könnuninni að fólk á aldrinum 30-59 ára er líklegra til að safna skuldum en aðrir, fólk 60 ára og eldra líklegra en aðrir til að segjast með naumindum ná endum saman og fólk yngra en 30 ára líklegra en aðrir til að ná að safna sparifé. Þá nær fólk frekar að safna sparifé eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri.

Stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar getur sparað

Fram kemur í könnuninni að munur er á fjárhag heimilanna eftir því hvaða flokka fólk myndi kjósa til Alþingis ef slíku væri að skipta í dag. Þeir segist frekar ná að safna sparifé en aðrir sem styðja ríkisstjórnina. Um 43% þeirra sem myndu kjósa C-lista undir forystu Lilju Mósesdóttur segjast safna skuldum eða nota sparifé til að láta enda ná saman. Það sama á aðeins við um 17% þeirra sem myndu kjósa Samfylkinguna.

Könnun Capacent má nálgast hér