Ráðnir hafa verið sérfræðingar til að vinna að endurskipulagningu og endurfjármögnun N1. Hluti þeirrar vinnu felst í að reyna að aflétta lagalegri óvissu um heildarskuldbindingar samstæðunar, að því er fram kemur í tilkynningu sem barst Kauphöllinni síðasta þriðjudag. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir að óvissan snúi að dómum Hæstaréttar í málum gengistryggðra lána. Verið er að skoða lánasamninga félagsins og hvort forsendur þeirra hafi breyst vegna dómana.

Tilkynningin frá N1 varðar sjálfskuldarábyrgð félagsins. Þar segir að móðurfélag félagsins, BNT, hafi hafið vinnu við endurskipulagningu fjármála samstæðunar og er hluti lána kominn á gjalddaga en ekki hefur verið greitt af þeim lánum á þessu ári. N1 ber sjálfskuldarábyrgð á hluta af skuldbindingum BNT en N1 hefur einnig lagt fram veð að hluta skulda BNT.