Skuldir Reykjanesbæjar eru yfir 40 milljarðar króna og skuldirnar námu 248% af tekjum ársins 2013. Þettta kemur í skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu bæjarfélagsins en kynning á skýrslunni stendur yfir á borgarfundi í bænum.

Reykjanesbær hefur um árabil verið skuldugasta sveitarfélag landsins. Sveitarstjórnarlög hafa frá janúar 2012 lagt bann við skuldsetningu umfram 150% af tekjum. Þau sveitarfélög sem ekki stóðust það mark þegar lögin voru sett hafa tíu ár til að bæta úr.

Í skýrslu KPMG kemur fram að það mun ekki takast en skuldirnar verði um 189% af tekjum árið 2021.