Vogar var eitt af allra skuldsettustu sveitarfélögum landsins í lok ársins 2010 en skuldir sveitarsjóðs Voga námu 334% af tekjum en samkvæmt nújym sveitarstjórnarlögum má hlutfallið ekki vera yfir 150%. Skuldahlutfallið hjá Vogum er aftur á móti orðið miklu lægra núna þar sem Vogar greiddu niður allar langtímaskuldir sínar í fyrra aðrar en við Eignarhaldsfélagið Fasteign en það var fjármagnað með sölu á hlut Voga í HS Orku.

„Staðan er því gerbreytt en við erum engu að síður örlítið yfir þessum viðmiðum [150%] sem kemur til af því að á sínum tíma var íþróttamiðstöðin og grunnskólinn seld inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign og leigusamningar við félagið eru færðir til skuldar. Það eru einu langtímaskuldbindingar Voga en þær eru eilítið yfir þessum mörkum. Hins vegar á sveitarfélagið afgang af söluverðmætinu fyrir hlutinn í HS Orku upp á um 700 milljónir í banka og að teknu tilliti til þess er sveitarfélagið vel undir 150% mörkunum,“ segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta eintaki af Viðskiptablaðinu. Áskifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð.