*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Erlent 17. janúar 2021 10:04

Skuldasúpa Ítalíu nær nýjum hæðum

Fjárlagahalli Ítalíu nam ríflega 10% á síðasta ári og stefnir í tæplega 9% á næsta ári svo skuldirnar verða 158,5% af VLF.

Ritstjórn
Ítalski fáninn blaktir í Róm.

Ítölsk stjórnvöld sjá fram á að hlutfall skulda landsins af vergri þjóðarframleiðslu muni ná sögulegu hámarki síðan eftir seinni heimsstyrjöld, upp í 158,5% á árinu.

Þar með mun hlutfallið fara fram úr 155,6% hámarkinu sem stjórnvöld höfðu sett sér í september, en hækkunin kemur til vegna 23 milljarða evru stuðningsaðgerða sem stjórnvöld tilkynntu um í ár.

Þar með verður fjárlagahalli Ítalíu á næsta ári 8,8% af þjóðarframleiðslunni, í stað 7%, eins og áður hafði verið áætlað.

Fjármagnið verður nýtt til að styðja við heilbrigðiskerfið, til að fjármagna styrki og launagreiðslur til fyrirtækja sem hafa þurft að loka vegna lokana vegna kórónuveirunnar, og til að brúa frestun á skattgreiðslum.

Opinberar skuldir Ítalíu er þær næst hæstu allra evruríkja á eftir Grikklandi. Fjárlagahalli ársins 2020 er talinn hafa numið um 10,5% til 10,8% þjóðarframleiðslunnar.

Þrátt fyrir það er talið að skuldahlutfallið eftir síðastliðið ár verði lægra en upphaflega stefndi í eða um 156,5%, í stað 158% sem búist var við í september að því er Reuters greinir frá.

Stikkorð: Ítalía VLF Skuldir