*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 25. nóvember 2013 15:13

Skuldatillögum líklega skilað á fimmtudag

Hópur sérfræðinga sem á að leggja fram tillögur á skuldavanda heimilanna afhendir tillögur sínar ráðherranefnd um skuldamál.

Ritstjórn

„Skýrslunni verður skilað í þessari viku, líklega á fimmtudag. Allt stenst sem talað var um í upphafi, að skýrslan verði kláruð fyrir lok nóvember,“ segir Einar Hugi Bjarnason, sem sæti á í sérfræðingahópi forsætisráðuneytis um skuldavanda heimilanna. Hann segir vinnu hópsins á áætlun. Tillögunum verður skilað til ráðherranefndar um skuldamál. Málið verður eftir það í höndum forsætisráðuneytis.

Sérfærðingahópurinn var skipaður í ágúst síðastliðnum. Sigurður Hannesson er formaður hópsins. Auk hans sitja í honum Arnar Bjarnason, hagfræðingur, Einar Hugi Bjarnason, hrl, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, hdl, Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðhagfræðingur, Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu og Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur í fjármálaráðuneytinu.