Sérfræðinefnd á vegum forsætisráðuneytisins birtist tillögur sínar um niðurfærslu á verðtryggðum íbúðaskuldum heimilanna í vikunni. IFS Greining segir það geta hafa valdið taugatitringi á skuldabréfamarkaði í síðustu viku vegna óvissu um afleiðingar tillagnanna. Mikill söluþrýstingur myndaðist á markaði með skuldabréf á föstudag og var töluverð velta með bréfin. Veltan nam 15,3 milljörðum króna, þar af var hún 12,5 milljarðar með óverðtryggð bréf og 2,8 milljarðar með verðtryggð bréf.

IFS Greining segir í Morgunpósti sínum í dag að krafa óverðtryggðra bréfa hafi hækkað um 12-16 punkta eftir flokkum og kröfum og kröfur verðtryggðra bréfa um 3-15 punkta.