Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11% frá því fyrir síðustu helgi. IFS greining rekur ástæðuna beint til tillagna um niðurfærslu á skuldum heimila. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári.

Eins og greint hefur verið frá eru tillögur ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru í síðustu viku tvíþættar. Annars vegar er um að ræða beina niðurfellingu skulda sem í heild nema 80 milljörðum króna. Hins vegar er skattaívilnun vegna séreignarsparnaðar sem hægt verður að nýta til þess að greiða niður fasteignalán.