Skuldatryggingarálag (CDS) á fimm ára skuldabréf íslenska ríkisins hækkaði um 9 punkta í dag, úr 232 punktum í gær í 241 punkta í dag. Skuldatryggingarálag hefur verið notað sem mælikvarði á traust fjárfesta til skuldara, í þessu tilfelli íslenska ríkisins. Því hærra sem álagið er því meiri hætta er á greiðslufalli að mati fjárfesta. Því má lesa úr þess að menn telji að áhætta sé aukast.

Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Þann 28.júní sl. var skuldatryggingaálagið í 304 punktum sem var mikil hækkun frá 8.júní því þá var skuldatryggingaálagið í fyrsta skipti undir 200 frá hruni.