Fimm ára skuldatryggingaálag Íslands er komið í 265 punkta og hefur lækkað hratt á undanförnum misserum.

Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins en til samanburðar stendur skuldatryggingaálag Írlands í 498 punktum.

Fram kemur að álagið á Ísland hefur vart verið lægra í allt þetta ár, en 12. maí síðastliðinn fór álagið til skamms tíma niður í 248 punkta, en hækkaði skömmu eftir það í fyrri hæðir í kringum 360 punkta. Hámarki náði álagið á Íslandi í febrúar í 674 punktum.

Sjá nánar á vef MBL.