Skuldatryggingaálag Kaupþings lækkaði lítillega í dag eftir að fréttir bárust út í heim þess efnis að íslenska ríkisstjórnin ynni að áætlun um að auka fjármálastöðugleika. Reuters segir frá þessu.

Til að kaupa fimm ára tryggingar á bréf Kaupþings í dag þurfti að greiða 47,5% fyrirfram, samanborið við 62,5% á föstudag.

Þetta jafngildir því að sá sem hefur áhuga á því að versla skuldatryggingu á 10 milljón evra skuld Kaupþings þarf að borða 47,5 milljónir fyrirfram, auk þess að greiða 500.000 evrur á ári fyrir trygginguna.

Kjör Glitnis bötnuðu einnig úr 60% í 70% fyrirframgreiðslu.