Skuldatryggingaálag Kaupþings og Glitnis fór yfir 1.000 punkta í dag og segir Reuters fréttastofan orsökina vera vaxandi áhyggjur af íslensku efnahagslífi og mörkuðum hér.

Skuldatryggingaálag Bear Stearns var á milli 6-700 punktar áður en J.P. Morgan gerði yfirtökutilboð í bankann sem var að gjaldþroti kominn.

Þá greinir Reuters frá því að Seðlabankinn hafi á þriðjudag hækkað stýrivexti í 15% til að styrkja krónuna auk þess sem greint er frá því að bankinn hafi aukið fjármagn í umferð með útgáfu skuldabréfa.

Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins var um 390 punktar þegar matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði horfur sínar til Íslands úr „jákvæðum“ í „stöðugar“ en þá kemur fram að Standard & Poor‘s ætli sér að fylgjast vel með Íslandi á næstunni til að meta einkunnir sínar.