Skuldatryggingaálag ríkisins er komið í 816 stig og hefur farið hækkandi síðustu daga.

Þetta kemur fram í gögnum frá Bloomberg.

Mikill órói hefur ríkt á mörkuðum frá því á mánudag eftir tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75% hluti í Glitni.

Nú þegar þetta er skrifað, kl. 14:45 hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 6,4% og stendur í 3.110 stigum. Þá hefur krónan veikst um 3,2% og stendur gengisvísitalan í 208,5 stigum. Gengisvísitalan fór um tíma í 212 stig í dag.