Kostnaðurinn við að tryggja sig gegn greiðslufalli á bandarískum ríkisskuldabréfum hækkaði á mörkuðum í dag, í kjölfar þess að tilkynnt var um að stjórnvöld í Washington hefðu tekið yfir fasteignalánasjóðina Freddie Mac og Fannie Mae. Skuldatryggingaálag á skammtímaríkisbréfum hækkaði um tvo punkta og fór í 17 punkta samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Samningar í skuldatryggingaálagi á tíu ára ríkisskuldabréfum hækkaði um 3 punkta og stóð 21 punkti.

Björgunaraðgerðin á Fannie og Freddie kann að verða stærsta þjóðnýting sögunnar í Bandaríkjunum en sjóðirnir tveir tryggja um helminginn af tólf billjóna Bandaríkjadala fasteignalánamarkaði landsins. Þrátt fyrir að embættismenn segi að ekki séð víst að aðgerðin muni hafa bein áhrif á skattgreiðendur óttast margir að hún kunni á endanum þrengja að ríkissjóð landsins.og leiða til aukinnar skuldsetningu hans ásamt hækkandi skattheimtu í framtíð.