Á hluthafafundi VBS Fjárfestingabanka var samþykkt tillaga um að óska eftir leyfi til að bæta viðskiptabankaþjónustu við hjá bankanum. Í samtali Viðskiptablaðsins við Jón Þórisson, forstjóra bankans, kemur fram að bankinn hyggst stefna að því að vera tækur í lánshæfismat í lok árs en hann vinnur nú að endurfjármögnun sinni. Jón segist fullviss um að sameiningar séu fram undan á íslenskum bankamarkaði og VBS hyggst vera þátttakandi í því.

„Nú heyrast fréttir um að skuldatryggingaálag Kaupþings sé yfir 500 punktum. Í viðræðum sem við höfum nýlega átt við evrópsk fjármálafyrirtæki um fjármögnun hefur verið talað um álag sem er innan við þriðjungur af þessu. Þótt það sé auðvitað dýrt sýnir það að skuldatryggingaálagið er ekki besti mælikvarðinn á fjármögnunarkjör banka.“

Lesið allt viðtalið við Jón Þórisson í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.