Hækkun skuldatryggingaálagsins á íslensku bankana og ríkið virðist engan endi ætla að taka. Það hélt áfram að hækka, samkvæmt upplýsingum Bloomberg í dag.

Sérfræðingar nefna að aukin áhættufælni og órói á fjármálamálamörkuðum keyri upp lagið. Aukin heldur hafa fregnir af óstöðugleika krónu, en hún hefur fallið mikið að undanförnu, áhrif til hækkunar. Og að erlendar fjármálastofnanir, líkt og UBS og Royal Bank of Scotland, séu hættar að eiga viðskipti með krónu.

Þá á skuldatryggingaálagið einnig að lýsa áhyggjum fjárfesta á skuldatryggingamarkaði að bankarnir fari á höfuðið.

Skuldatryggingaálag ríkisins er komið í 817 stig, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg, en var um það bil 600 í gær, að sögn sérfræðings. Skuldatryggingaálag Glitnis hækkaði  um 118 punkta í 1821, álagið á Kaupþing hækkaði um 255 punkta í 1752 og álagið á Landsbankann hækkaði um 268 punkta í 1593. Íslensku viðskiptabankarnir bera hæsta skuldatryggingaálagið.