Álag á skuldatryggingar íslensku bankanna hafa hríðlækka í kjölfar ákvörðunar matsfyrirtækisins Moodys Investors Service um að hækka lánshæfismat í íslensku bankanna í Aaa, sem er hæsta einkunn fyrirtækisins.

Álagið skuldatryggingar fimm ára skuldabréf Glitnis og Landsbankans er 19 punktar nú í morgun, samkvæmt upplýsingum frá markaðsaðilum, og álagið á Kaupþing er 22 punktar. Álag á skuldatryggingar gefur til kynna hve hagstætt það er fyrir bankana að sækja fjármagn á skuldabréfamarkað.

Matsfyrirtækið ákvað á föstudaginn að hækka lánshæfismat íslensku bankanna í Aaa, sem endurspeglar lánshæfismat íslenska ríkisins.

Moodys hefu breitt aðferðafræði og útreiknikngum sínum, sem stuðlaði að hækkun á matinu. Fyrir breytinguna voru Kaupþing og Glitnir með lánshæfismatið A1 og Lansbankinn einu þrepi neðar með A2.