Skuldatryggingarálag íslensku bankanna hefur sveiflast mikið undanfarið, segir greiningardeild Landsbankans. ?Álagið er langt undir meðaltali síðustu 18 mánaða en þó enn talsvert yfir því sem það var lægst fyrir október 2005 þegar álagið var um 20 punktar,? segir hún. Skuldatryggingaálag Landsbankans er 25,7 stig, Glitnis 27,4 stig og Kaupþings 37,6 stig.

?Athygli vekur að skuldatryggingarálag Glitnis hefur færst talsvert nær Kaupþingi á sama tíma og Landsbankinn fjarlægist. Þannig var Glitnir með 14 punkta lægra álag en Kaupþing um síðustu áramót á sama tíma og munurinn á Landsbankanum og Kaupþing voru rúmir 8 punktar. Í dag eru rúmir 10 punktar á milli Glitnis og Kaupþings en tæpir 12 punktar á milli Landsbankans og Kaupþings,? segir greiningardeildin.

Hún segir nýtt lánshæfismat var í takt við væntingar og hefur ekki haft teljandi áhrif á skuldatryggingarálagið.  ?Frá áramótum hefur álagið lækkað um 8-12 punkta. Hækkun lánshæfismats Moody?s á bönkunum í lok febrúar olli nokkurri lækkun á álaginu og fór það lægst í um 19,5 punkta hjá Landsbankanum og Glitni og í um 25,5 hjá Kaupþingi. Álagið hækkaði fljótlega aftur en sérfræðingar voru ekki sáttir við breytta aðferðafræði Moody?s. Í fyrradag lækkaði matsfyrirtækið lánshæfiseinkunn bankanna þriggja í kjölfar endurskoðunar á aðferðafræði sinni,?