Skuldatryggingarálag (CDS) á 5 ára skuldabréf ríkissjóðs Íslands stendur í um 273 punktum. Er það lægsta álagið meðal þeirra Evrópuríkja sem bera hæsta skuldatryggingarálagið í dag. Það eru Grikkland, Írland, Portúgal, Spánn og Ísland.

Skuldatryggingarálag Evrópusambandsríkjanna fjögurra hefur hækkað að undanförnu í kjölfar efnahagsvandræða Íra og óvissu um stöðu Portúgals og Spánar. Álag á ríkissjóð Íslands hefur haldist nokkuð stöðugt og farið lækkandi.

Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Grikklands er langhæst allra og stendur í nærri 1000 punktum. Álag á Írland er um 600 punktar en stóð í um 580 punktum fyrir fjórum dögum síðan.