Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins til fimm ára er nú 280 punktar. Álagið hefur lækkað töluvert að undanförnu og stóð til að mynda í rúmlega 300 punktum í byrjun október.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd er skuldatryggingarálag Íslands mun lægra en rikissjóðs Grikklands og Írlands. Þannig er álag á gríska ríkið til fimm ára um 890 punktar og um 580 á írska ríkissjóðinn.

Síðasta mánudag fór skuldatryggingarálag Írlands í fyrsta sinn fyir 500 punkta og hefur haldið áfram að hækka hratt í vikunni.