Skuldatryggingarálag íslensku bankanna er á uppleið. Kaupþing er nú með hæsta álagið í 924 punktum, en Glitnir er með ögn lægra álag. Skuldatryggingaálag Landsbankans er 592 punktar. Í lok mars fór álag Glitnis hæst í 1.027 punkta.

Þetta kemur fram í frétt Vegvísis Landsbankans.

„Í júlímánuði hefur álag Glitnis hækkað um 115 punkta, álag Kaupþings um 95 punkta og álag Landsbankans um 35 punkta. Álag ríkisins er nú 270 punktar en fór hæst í 450 í mars síðastliðnum,“ segir í Vegvísi.

Á meðan skuldatryggingaálag íslensku bankanna hefur hækkað hefur ITRAXX vísitalan, sem mælir skuldatryggingarálag evrópskra fjármálafyrirtækja, lækkað um 5% og álag áíslenska ríkið um 7%.

Í Vegvísi Landsbankans segir að erfitt sé að átta sig á ástæðum fyrir breytingum á skuldatrygginarálagi bankanna. Líklega tengist hækkunin á álaginu undanfarið þó lítilli trú markaðsaðila á fjármálageiranum í heild sinni.