Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Spánar til fimm ára er nú hærra en á ríkissjóð Íslands. Álag á ríkissjóðs Spánar stendur nú í 279 punktum en skuldatryggingarálag Íslands er 273 stig.

Skuldatryggingarálag Spánar hefur aldrei verið hærra. Kostnaður við ríkisskuldir evrulanda, sérstaklega Írlands, Spánar, Portúgals og Grikklands, hefur farið hækkandi á síðustu dögum. Hækkun álagsins er rakin til vaxandi áhyggja vegna skuldastöðu Írlands.