Svipað álag er nú á skuldum Íslands og Spánar.  Skuldatryggingarálagið á 5 ára skuldabréf ríkissjóða landanna er 265-270.  Virkari markaður er skuldabréf stærri ríkja og þessa stundina er álagið á Spán 266 en það hefur hækkað mikið í október og það sem af er nóvember.  Álagið var 234 í síðustu viku.   Álagið á Ísland er nú 265-270.

Álag á skuldir Írlands hafa lækkað nokkuð síðan í síðustu viku eða úr 580 í 567.  Álag á skuldir Ítalíu hafa hækkað nokkuð og stendur nú í 196.  Álagið á Grikkland hækkaði mikið í október en hefur lítið breyst undanfarna daga og stendur nú í 866.