Meðan skuldatryggingarálag (CDS) á 5 ára skuldabréf ríkissjóðs Íslands hefur þokast niður á við hefur álagið á skuldir margra evruríkja hækkað mikið.  Í dag stendur cds álagið á Ísland í 276 hefur.

CDS álagið á Grikkland lækkaði eftir að AGS og ESB kom landinu til bjargar í vor en hefur aftur hækkað og stendur nú í 982.  Sömu sögu er að segja af Írlandi.  Eftir að Írland óskað eftir aðstoð ESB og AGS lækkaði álagið hratt en hefur aftur stigið í svipuð gildi og áður, eða 580 en fór hæst í rúmlega 600.

Umræðan í fjölmiðlum um allan heim að Portúgal sé næst ríkja til að óska eftir aðstoð hefur hækkað álagið í 481.  Ljóst er að Þjóðverjar myndu styðja björgun á Portúgal en sérfræðingar telja að evruríkin myndu ekki ráða við að koma Spánverjum til aðstoðar.  Skuldatryggingarálag á Spán hefur þokast upp og er nú umtalsvert hærra en á Ísland, 295.

Enn sem komið er a.m.k. sigla Ítalir lygnan sjó