Skuldatryggingarálag á ríki Vestur-Evrópu lækkaði nokkuð í gær. Meðaláhættuálag til fimm ára í lok dags í gær samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni stóð í 208 punktum (2,08%). Daginn áður hafði það rokið upp í 225 punkta en það er næsthæsta gildi þess frá upphafi. Hæst fór það í 226 punkta í febrúar í fyrra.

Greining Íslandsbanka fjallar um skuldatryggingarálagið í morgunkorni sínu í dag.

„Lækkun varð í flestum tilfellum á skuldatryggingarálagi ríkja Vestur Evrópu og þá þar með talið á álaginu á Ríkissjóðs Íslands. Þannig stóð álagið í lok dagsins í gær í 289 punktum en það hafði farið upp í 300 punkta í fyrradag. Af þeim ríkjum sem standa höllum fæti hvað fjármál ríkisins varðar var lækkunin mest hlutfallslega á skuldatryggingarálagi Ítalíu sem fór 268 punktum í 226 punkta. Jafnframt lækkaði álagið töluvert á Spán, eða úr 364 punktum í 313 punkta, en þess má geta að nú í morgun seldi spænska ríkið skuldabréf fyrir 2,5 milljarða evra á kröfunni 3,72%. Var selt magn þar með í takti við það sem spænska ríkið hafði upphaflega lagt upp með að selja fyrir sem var 1,75-2,75 milljónir evra,“ segir í morgunkorni.

Útboð spænska ríkisins er það fyrsta frá því að formlega var tilkynnt um fjárhagsaðstoð Írlands en það leiddi til töluverðar taugaspennu á evrópskum mörkuðum. „. Í takti við þá þróun er krafan í þessu útboði þó nokkuð en í síðasta útboði sama skuldabréfaflokks sem átti sér stað snemma í október. Í því útboði var krafa seldra bréfa 2,53% en þess má geta að skuldatryggingarálagið á Spán þennan sama dag stóð í í lok dags í 226 punktum. Á hinn bóginn er krafan í útboðinu í morgun þó nokkuð lægri en krafa bréfanna var á markaði þar sem fyrir útboðið voru bréfin seld á eftirmarkaði á kröfunni 3,94%. Jafnframt reyndist eftirspurnin í útboðinu nú nokkuð meiri en í októberútboðinu en hún var nú 2,27 sinnum það magn sem selt var á móti 2,16 í október, og má því spænska ríkið ágætlega una við þessa niðurstöðu.“