Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs til 5 ára hefur lækkað talsvert í apríl og hefur ekki verið lægra frá falli bankanna í október 2008. Samkvæmt upplýsingaveitu Bloomberg er álagið nú um 216 punktar og er á svipuðum slóðum og álag á skuldir Spánar, sem hefur hækkað síðustu daga.

Skuldatryggingarálag 13.4.2011
Skuldatryggingarálag 13.4.2011
© None (None)

Skuldatryggingarálag samkvæmt upplýsingaveitu Bloomberg. Stækka má myndina með því að smella á hana.

Af ríkjum Evrópu er álag sem fyrr hæst á skuldir Grikklands. Það er nú um 1030 punktar og stendur í hæstu hæðum. Álag á skuldir Portúgals er um 560 punktar og hjá Írum er það 531 punktur, samkvæmt Bloomberg.

Skuldatryggingarálag 13.4.2011
Skuldatryggingarálag 13.4.2011
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.