Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs er nú rúmlega 240 punktar, samkvæmt gagnaveitu Bloomberg. Álagið hefur ekki verið lægra síðan sumarið 2008 eða í um tvö og hálft ár.

Skuldatryggingarálag 14.2.2011
Skuldatryggingarálag 14.2.2011
© None (None)

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs Íslands og Spánar samkvæmt gagnaveitu Bloomberg.

Álagið hefur lækkað töluvert í febrúar. Í byrjun mánaðar stóð það í um 280 punktum. Skuldatryggingarálag íslenska ríkissjóðsins er nú lægra en álag á skuldir spænska ríkissjóðs, sem eru á svipuðum slóðum. Á Spánverja hefur álagið farið hækkandi að nýju eftir nokkuð hraða lækkun frá því að álagið stóð sem hæst í rúmlega 350 punktum.