Álag á evruskuldir ríkissjóðs til fimm ára stendur nú í 288 punktum og hefur hækkað um 40 punkta á einum mánuði, eða frá því það stóð sem lægst á árinu um miðjan mars. Þá var álagið um 240 punktar. Frá þeim tíma hefur það farið hækkandi.

Í byrjun árs var skuldatryggingarálagið nærri 320 punktar, samkvæmt upplýsingaveitunni Keldan.is.