Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs Íslands til fimm ára er nú 251 punktur. Það hefur lækkað snarpt í febrúar en álagið stóð í 299 punktum í upphafi mánaðar. Sé litið til þessa árs stóð álagið hæst í byrjun janúar. Þá var það um 317 punktar.

Á upplýsingaveitu Keldunnar.is má sjá að frá miðjum janúar hefur álagið farið farið lækkandi. Það hefur ekki verið svo lágt síðan um miðjan ágústmánuð á síðasta ári.