Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Íslands hefur lækkað lítillega undanfarið og haldist nokkuð stöðugt. Á sama tíma hefur álag á skuldir Portúgals, Írlands og Grikklands hækkað lítillega á síðustu dögum.

Skuldatryggingarálag 23.3.2011
Skuldatryggingarálag 23.3.2011
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Skuldatryggingarálag á evruskuldir íslenska ríkissjóðsins til fimm ára er núum 228 punktar, samkvæmt upplýsingaveitu Bloomberg. Til samanburðar er álagið á skuldir Spánar um 216 punktar. Fyrr í mánuðinum var skuldatryggingarálag Íslands orðið lægra en á Spánverja.

Álagið er mest á skuldir Grikklands. Það er nú um 972 punktar samkvæmt Bloomberg. Líkt og sjá má á grafinuhefur álag á Portúgal og Írland farið hækkandi á allra síðustu dögum. Í dag verður kosið um aðhaldsaðgerðir á portúgalska þinginu. Stjórnarandstaðan hefur sagt að hún muni ekki styðja tillögurnar og óttast er um að Portúgal þurfi að óska eftir fjárhagsaðstoð ef tillögur stjórnar ná ekki fram að ganga.