Álag á erlendar skuldir ríkissjóðs hefur lækkað á ný og stendur það nú í 260 punktum. Lægst var álagið 240 punktar um miðjan mars síðastliðinn. Það rauk í millitíðinni upp í 280 punkta. Til samanburðar stóð það í 320 punktum um áramótin.

Skuldatryggingarálagið merkið að reiða þarf 2,6% af nafnvirði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli þess næstu fimm árin.

Þegar verst lét í bankahruninu í október 2008 stóð skuldatryggingarálagið í rúmum 1.500 punktum.