Skuldatryggingarálag ríkissjóðs stendur nú í 285 stigum. Það hefur ekki verið undir 300 stigum í tæpan mánuð.

285 punkta álag merkir að það kostar 2,85 prósent af nafnvirði skuldabréfs til fimm ára að tryggja það gegn greiðslufalli. Þegar verst lét í bankahruninu fyrir þremur árum fór álagið í tæp fimmtán prósent, eða 1.500 stig.

Fyrir ári síðan stóð álagið í rétt rúmum 300 stigum.