Skuldatryggingarálag á skuldir ríkissjóðs hefur lækkað hratt og er nú tæplega 260 punktar (2,57%), samkvæmt upplýsingaveitu Bloomberg. Það stóð hæst í janúar í um 320 punktum.

Skuldatryggingarálag 25.1.2011
Skuldatryggingarálag 25.1.2011
© None (None)

Í samanburði við skuldatryggingarálag Portúgals og Spánar er álag á skuldir Íslands um 5 punktum hærra en á skuldir Spánar til fimm ára. Álag á skuldir bæði Spánar og Portúgals hefur farið lækkandi að undanförnu en ekki er langt síðan hávær krafa var uppi um að Portúgal óski eftir fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB. Ekki sér enn fyrir endann á skuldavanda ríkjanna.

Skuldatryggingarálag 25.1.2011
Skuldatryggingarálag 25.1.2011
© None (None)