Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs Íslands stendur nú í um 249 punktum. Álagið hefur breyst lítið undanfarið, samkvæmt gagnaveitu Bloomberg.

Álagið á Ísland er nokkru lægra en á ríkissjóð Spánar. Meðal Evrópuríkja er álagið mest á Grikkland, eða rúmlega 940 punktar. Þar á eftir koma Írar, skuldatryggingarálag á landið er um 589 punktar.

Hér að neðan má sjá skuldatryggingarálag Íslands í samanburði við Grikkland, Portúgal, Írland og Spán samkvæmt gagnaveitu Bloomberg í morgun.

CDS 3.1 2011
CDS 3.1 2011
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.