Kostnaður banka og sparisjóði landsins við aðgerðir um lausn á skuldavanda heimilanna er um 90 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra samtaka fjármálafyrirtækja.

Í máli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kom fram að sextíu þúsund heimili munu með beinum hætti njóta góðs af samkomulaginu. Að samkomulaginu koma stjórnvöld, Íbúðalánasjóður, fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir.

Nú stendur yfir blaðamannafundir í Þjóðmenningarhúsinu þar sem skrifað verður undir samkomulagið.