Erfitt gæti verið fyrir rússnesk stjórnvöld að veita íslenskum stjórnvöld lán ef þau síðarnefndu ákveða að gangast undir allar skuldbindingar bankakerfisins.

Þetta hefur fréttatofan Prime-Tass eftir Dmitry Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands.

Fréttastofan hefur eftir Pankin að ef að íslensk stjórnvöld taki yfir allar eða hluta skuldbindinga bankakerfisins þá geti það verið erfitt fyrir stjórnvöld í Moskvu að veita lán til ríkisins.

Hann segir ennfremur að áður en að ákvörðun verði tekin um veitingu lánsins þá verði að vega og meta alla áhættuþætti sem myndu fylgja slíkri lánveitingu.

Eins og fram kemur í umfjöllun Dow Jones-fréttaveitunnar þá sóttust íslensk stjórnvöld eftir 4 milljarða Bandaríkjadala lánafyrirgreiðslu hjá rússneskum stjórnvöldum í síðasta mánuði.