*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 26. október 2016 19:00

Skuldir Apple aukast

Bandaríski tæknirisinn situr nú á 237,6 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið skuldar þó rúmlega 75 milljarða.

Ritstjórn

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple Inc. situr nú á 237,6 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur aldrei haft jafn mikið handbært fé á milli handanna. Aftur á móti hafa skuldir félagsins einnig haldið áfram að aukast, en félagið skuldar nú orðið 75,4 milljarða Bandaríkjadala.

Þrátt fyrir það að reiðufé fyrirtækisins hafi aldrei verið meira, hafa skuldirnar einnig verið að aukast. Á þessu ári hefur reiðuféð aukist um 6,1 milljarð Bandaríkjadala. Aftur á móti seldi fyrirtækið skuldabréf fyrir 6,5 milljarða.

Skuldir fyrirtækisins hafa að mestu verið að aukast þar sem félagið er með um 91% af reiðufé sínu utan Bandaríkjanna. Ef fyrirtækið myndi koma með peningana til Bandaríkjanna, myndi það aftur á móti þurfa að greiða gífurlega skatta.

Þar sem vextir hafa verið gífurlega lágir, hefur það borgað sig að gefa frekar út skuldabréf til þess að greiða arðgreiðslur. Þessi stefna hefur þó gefið sumum skakka mynd af bankainnistæðum tæknirisans.

Stikkorð: Apple Peningar Skuldir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is