*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Innlent 3. janúar 2013 07:17

Skuldir felldar niður um 15 milljarða

Afskriftir Höfðatorgs námu 15 milljörðum króna á árinu 2011 og hagnaður félagsins var 11,5 milljarðar króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skuldir Höfðatorgs ehf. voru felldar niður um 15 milljarða við endurskipulagningu félagsins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Aðilar að nauðasamningi hafa hingað til ekki viljað gefa upp umfang skuldaniðurfellingarinnar.

Bókfærður hagnaður félagsins árið 2011 var því 11,5 milljarðar króna og eigið fé jákvætt um 1,8 milljarða. Rekstrartekjur Höfðatorgs árið 2011 námu 752,5 milljónum króna.

Stikkorð: Höfðatorg