Sigríður Benediktsdóttir, fram­kvæmdastjóri Fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði á fundi í bankanum um Fjármálastöðugleika að skuldir heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafi lækkað um 8% í fyrra samanborið við árið 2010. Hlutur óverðtryggðra lána hafi aukist verulega en gengislán séu nær horfin. Munurinn er enn meiri hjá fyrirtækjum, en skuldir fyrirtækja sem hlutfall af VLF lækkaði um ein 30% milli ára.

Ástæðan er að stærstum hluta sú að bankar og lánardrottnar eru nú mun fús­ari til að afskrifa skuldir en þeir voru á fyrstu árunum eftir hrun. Fyrirtækjum í vanskilum fækkaði einnig mjög mikið á árinu 2011, fór úr 45% í desember 2010 í 23% í sama mánuði í fyrra. Eitthvað hefur hægt á þessari þróun á þessu ári, m.a. vegna lagaágreinings um lánasamninga og vegna þess að þau mál sem eftir eru eru erfiðari.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.