Skuldir heimila við lánakerfið voru 1.664 milljarðar króna í lok mars og höfðu aukist á fyrsta ársfjórðungi um 112 milljarða króna, eða 7,2%.

Tólf mánaða aukning skulda þeirra var 293 milljarðar króna, eða  21,4%. Atvinnufyrirtæki skulduðu lánakerfinu 4.867 milljarða króna í lok mars og var ársaukningin 53,4% sem er mun meira en ári fyrra.

Innlend útlán/verðbréfaeign upp um rúma þúsund milljarða

Innlend útlán og verðbréfaeign lánakerfisins, nettó, var 6.718 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2008, að því er fram kemur í upplýsingum frá Seðlabankanum, og hafði aukist um 1.068 milljarða króna á ársfjórðungnum, eða um 18,9%.

Ársaukningin til marsloka var 2.022 milljarðar króna, eða 43,1%, samanborið við 860 milljarða króna, eða 22,4%, ári fyrr.