Samkomulag er í höfn hjá forystumönnum stjórnarflokkanna um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Það felur í sér að skuldir geti lækkað í um 130 milljarða króna. Morgunblaðið segir leiðina blandaða, þ.e. um helmingur hennar sé bein niðurfelling á verðtryggðum lánum og skattaafsláttar til 3-5 ára við greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Þetta segir blaðið í nokkru samræmi við þá sviðsmynd sem sérfræðingahópur um skuldavanda heimilanna hefur lagt fram. Stefnt hefur verið að því að sérfæðingahóðpurinn skili tillögum sínum í þessari viku, hugsanlega í dag.

Í Morgunblaðinu í dag segir jafnframt að ein þeirra sviðsmynda sem sérfræðingahópurinn hafi dregið upp geti falið í sér um 150 milljarða króna skuldalækkun. Ekki er þar gert ráð fyrir ríkisábyrgð eða því að skuldir ríkisins geti aukist, að sögn blaðsins.

Morgunblaðið segir fjármálaráðgjafarfyrirtækið Analytica hafa verið fengið til að framkvæma sviðsmyndagreiningar til fimm ára til að kanna hvaða afleiðingar tillögur sérfræðingahópsins hefðu á ýmsar efnahagsstærðir. Niðurstaða þeirra sýndi að tillögurnar hefðu almennt mjög jákvæð áhrif á efnahagsþróun til næstu ára.

Fjallar er ítarlega um aðgerðir ríkissstjórnar í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .