Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru hæstar í Hollandi, þar sem hlutfallið mældist 285% á síðasta ári. Árið 2000 var hlutfallið um 160% og árið 2007, fyrir fjármálakreppu, var það um 240%.

The Economist birtir á vef sínum skuldir nokkurra ríkja í hlutfalli við ráðstöfunartekjur, þar sem skuldastaðan er verst í Hollandi. Að meðaltali er hlutfallið um 130% meðal OECD ríkja. Fyrir fjármálakrísu hækkuðu skuldir mikið í OECD ríkjum, eða að meðaltali um 30% frá 2000 til 2007. Í örfáum tilvikum, í Japan og Þýskalandi, hækkuðu skuldir mun minna en hvorugt ríkið hefur þurft að glíma við eftirmála fasteignabólu.

Bent er á að misjafnt er hvort hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hafi farið lækkandi frá 2007. Á sama tíma og hlutfallið hefur lækkað í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi þá hefur það farið hækkandi í Frakklandi, Ítalíu og Hollandi.