Skuldir Íslendinga hafa rúmlega fjórfaldast á áratug. Þær hafa hækkað mikið umfram eignir. Þetta kemur fram í nóvemberhefti Tíundar, fréttablaðsins ríkisskattstjóra.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að 0,8 prósent af Íslendingum eigi tæplega 13 prósent af eignum. Það byggir á grein Páls Kolbeins í Tíund um eignir og skuldir Íslendinga. Þar kemur fram að 1.381 fjölskylda í landinu á eignir sem nema 468 milljörðum króna.

Samtals skulda 244 fjölskyldur meira en 150 milljónir hver, eða samtals um 77 milljarða króna. Á móti þeirri töldu eru taldar fram eignir upp á 72 milljarða.

Á framtali ársins 2008 töldu ríflega 72 þúsund fjölskyldur fram innstæður en 2009 voru þær nærri 169 þúsund og innstæðurnar hækkuðu um 370 milljarða. Eða sem nemur um 140 prósentum.

Stærstur hluti framteljenda taldi fram eignir á bilinu nú til fimm milljónir. Í þeim hópi eru margir einhleypir einstklingar og aldraðir.