Skuldir móðurfélags breska knattspyrnufélagsins Manchester United, Red Football Joint Venture, nema nú í fyrsta skipti yfir 700 milljónum Sterlingspunda, eða 716,5 milljónum punda samkvæmt ársreikningi félagsins.

Frá þessu er greint á vef BBC en nýlega var greint frá því að félagið hygði á 600 milljóna punda hlutafjárútboð til að jafna skuldarstöðu félagsins sem valdið hafa eigendum þess nokkrum áhyggjum en vaxtakostnaður einn saman nam um 70 milljónum dala.

Félagið er í eigu bandaríkjamannsins Malcom Glazer og fjölskyldu hans en hann tók yfir félagið árið 2005.

Þrátt fyrir skuldirnar nam hagnaður félagsins í fyrra um 6,4 milljónum punda, samanborið við 47 milljóna punda árið áður.