Heildarskuldir hins opinbera námu samkvæmt áætlun 2.161 milljörðum króna í árslok 2015. Þetta kemur fram í Fjármálum hins opinbera sem Hagstofa Íslands gaf út í dag.

Skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu var 98% í árslok 2015, en var 114,4% í árslok 2014. Skuldahlutfallið hefur nú lækkað þrjú ár í röð en þar hæst árið 2011, eða 126,7%.