Alls 55 sveitarfélög af 78 hafa nýtt sér nýfengna heimild Alþingis til að hækka útsvarið í 13,28%.

Þar af hefur eitt sveitarfélag, Bolungarvík, fengið sérstaka heimild til að hækka útsvarið enn frekar, eða upp í 14,61%.

Skuldir sveitarfélaga landsins jukust verulega á síðasta ári. Gróflega er áætlað að skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga hafi samanlagt numið allt að 240 milljörðum króna við árslok 2008, að sögn Gunnlaugs A. Júlíussonar, sviðstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir. Til samanburðar voru þær 198 milljarðar í árslok 2007.

Inni í þessum tölum eru langtíma- og skammtímaskuldir, lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar utan efnahags, þ.e.a.s. skuldbindingar vegna einkaframkvæmda.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .