Samtals hafa nettó skuldir Orkuveitu Reykjavíkur lækkað um tæpa 57 milljarða á síðustu þremur áðum. Í lok árs námu skuldir fyrirtækisins 228,6 milljarðar en í árshlutareikningi 30. september sl. voru eftirstöðvar nettó skulda 176,3 milljarðar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru að miklu leyti í erlendri mynt og skuldir fyrirtækisins í svissneskum frönkum námu 17,59 milljörðum króna í lok september. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, segir í samtali við Morgunblaðið að lán fyrirtækisins í svissneskum frönkum hafi hækkað um tæpa 3 milljarða á síðustu vikum. Vegna gengisvarna og innistæðna sé tapið vegna þessa minna eða um 2,5 milljarðar króna.